Perfectó...
þriðjudagur, janúar 28, 2003
|
Ferðin til Akureyri var mjög vel heppnuð! Við píurnar (Alma, Elva og ég) vorum komnar á Akureyri kl 17:30 og fórum beint í mjólkurbúðina. Fórum síðan heim til Ragheiðar - það er alveg rosalega kósý heima hjá henni - pöntuðum pizzu og drukkum bjór, getur það verið betra :o). Vísindaferðin í Víking byrjaði kl 19:30 og þá var byrjað að þamba bj.... . Föstudagskvöldið byrjaði á Kaffi Akureyri, eina sem ég get sagt er að það var mikið dansað þar. Síðan var labbað yfir á Sjallann þar sem Páll Óskar var að meika það!! enn sem fyrr um kvöldið var bara dansað eins og vitleysingi. fullt af skemmtilegum sögum af félögum af bifröst - en það má ekki opinbera það allt saman hérna :o). Síðan kl 5 var laumast inn heim til Ragnheiðar, eeeen..... við héldum að við værum svo hljóðlátar, svo var ekki hehehe, Ragnheiður hló bara af okkur.
Laugardagur: vöknuðum um hádegi fórum á litlu kaffistofuna fengum okkur "hamborgara" hvað er málið með endalausri þörf fyrir djúsí mat í þynnku? Sóttum síðan Ölmu :o) og áttum síðan að mæta í HA kl 15 en sökum XXX þá viltumst við á Akureyri og rúntuðum í 40mín áður en við fundum skólann, þegar við mættum þar var strax gripinn einn, tveir, þrír, fjórir bjórar. Eftir kynninguna hittumst við vinkonurnar (Arna, Bára Valdís, Eyrún, Thelma, Ragnheiður, Elva, Alma og ég) fórum í Hagkaup að kaupa í matinn. Lambalæri og allt með. Borðuðum við heima hjá Eyrún - einnig mjög kósý hjá henni. Þá var það Dáttinn kl 11, ég var búin að bjóða mig fram í drykkjukeppni (allt fyrir fríann bjór "Kimmi"). Þegar ég var að þamba bjór no.2 þá vantaði mig svo mikið að hlæja að ég var farin að sulla annsi mikið á bolinn minn - ekki girnilegt :o). Seinna um kvöldið voru Stuðmenn að spila í Sjallanum - mega fun! nokkrar sögum þetta kvöldið líka, en ég var að komast að því að ég veit þó aðeins lítlinn hluta af þeim. Aftur var ég komin heim kl 5, í annað skiptið að reyna að læðast, en eins og kemur stundum fyrir þá þurfa stelpur að tala svo mikið að ég og Elvus fórum ekki að sofa fyrr en rétt eftir kl 7. :o)
Sunnudagur: Alma vakti okkur rétt fyrir hádegi (takið eftir alma ekki ég). kýktum í kaffi til Örnu kl 14. Arna orðin algjör húsmóðir - mjög flott íbúðin þeirra. Bára Valdís alveg að fara á kostum - ég ætla að senda ykkur myndir af henni (Bidda & Solla). lögðum af stað heim kl 16 og þá hafði einn puttalingur sníkt sér far með okkur. Þegar við vorum komnar heim var farið í það að klára lobba-verkefni. Nú tekur það bara alla vikuna í það að jafna sig eftir helgina.
mánudagur, janúar 20, 2003
|
Halló halló!!
Ég hef ákveðið að halda áfram að skirfa eitthvað lítið og sætt hérna þar sem nokkrir vinir báðu mig svo fallega að halda áfram að skrifa og setja nýjar myndir.
Ég má til með að vara ykkur við, ég er komin á bíl. "Sísí" hin mikla. Ég mun koma til með að selja bruna og brynjuvarnar sprey fyrir bíla, komið bara til mín og pantið brúsa, einn brúsi ætti að duga í mánuð aðeins kr. 999.
Jólafríið var meiriháttar!! kannski einum of mikið djammvesen :o) segji ekkert meira um það. En gamlárskvöld var einnig meiriháttar; fór í partý til Dísu og Freysa þar sem fullt var af frábærum vinum, mydnirnar koma von bráðar. Myndirnar muna segja allt sem segja þarf :o)
Það nýjasta: á laugardag var stór dansleikur á Breiðinni niðrá Skaga. Troðfullt hús af fólki. Þar á meðal sá maður nokkra bifrestinga t.d. hann DAVÍÐ sem var svo "edrú" í tilefni þess ákvað hann að hvíla augun þegar komið var á seinni part dansleiksins, einnig hvíldi hann þungt höfuð með því að leggjast uppá borð og loks þegar ballið var búið frétti ég að hann hafi verið svo fúll að hafa misst af seinni partinum af ballinu að hann ákvað að skilja eftir smá matarleyfar á borðinu. Veit ekki alveg afhverju honum datt það í hug :o) kannski bara til að merkja borðið "ég var hér".
Því miður á ég ekki myndir af laugardagsdjamminu.
Núna er fysti fyrirlesturinn búinn í þessu fagi - þekkingarstjórnun.